Magnús Breki á láni til Vestra á Ísafirði

FB_IMG_1446400122833Þórsarinn Magnús Breki Þórðarson hefur gert lánssamning við körfuboltalið Vestra á Ísafirði um að leika með liðinu í 1. deildinni í vetur. Þá mun hann einnig stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði.

Magnús Breki, sem er einungis 18 ára, mun þar fá mikla reynslu og kemur líklega ennþá sterkari til baka enda framtíðar leikmaður Þórs.

Eins og áður hefur komið fram þá eru fyrir þrír leikmenn Þórs á láni hjá FSu á Selfossi.