Áramótaball í Þorlákshöfn (staðfest)

aramotaballVeglegt áramótaball verður haldið í ráðhúsinu í Þorlákshöfn núna um áramótin en slíkt ball hefur ekki verið haldið í Þorlákshöfn seinustu ár.

Það er athafnarmaðurinn Haukur Andri Grímsson sem hefur tekið húsnæðið á leigu og mun hann standa fyrir viðburðinum sem verður hinn glæsilegasti að hans sögn.

„Viðræðum við sveitarfélagið er ný lokið en ég hef nú þegar bókað Stuðlabandið til að spila á ballinu og á næstu vikum mun undirbúningur fara á fullt og lofa ég virkilega veglegu og skemmtilegu áramótaballi þar sem öllu verður til tjaldað“ sagði Haukur Andri í viðtali við Hafnarfréttir.

Sveitarfélagið hefur ekki leigt húsnæðið út til einstaklinga áður um áramót til að halda viðburð sem þennan og hefur Haukur Andri unnið að því að fá húsið leigt í meira en eitt ár.

Fyrir rúmu ári síðan sótti hann um húsnæðið og skrifaði opið bréf til bæjarstjórnar þegar hann fékk neitum um húsnæðið. Þar óskaði hann eftir breytingum þannig að hægt væri að leigja húsnæðið út um áramót. Nú hefur sveitarfélagið tekið jákvætt í erindið og mun hann því standa fyrir áramótaballi sem margir íbúar hafa kallað eftir.