Þórsarar fá sjóðheita Tindastólsmenn í heimsókn

thor_haukar_okt2016-8Það verður risa-leikur í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þórsarar taka á móti Tindastólsmönnum í Domino’s deildinni í körfubolta.

Þórsarar hafa nú tapað síðustu tveimur leikjum en þar áður einungis tapað einum og sitja í 5. sæti með 8 stig. Tindastóll fór brösulega af stað en eru nú komnir á skrið með nýjan kana og þjálfara. Þeir eru í 3.-4. sæti með 10 stig en Þórsarar geta farið fyrir ofan þá í töflunni með sigri í kvöld.

Það má því reikna með hörku leik í Icelandic Glacial höllinni í kvöld og tilvalið að skella sér á völlinn og láta vel í sér heyra.

Leikurinn hefst klukkan 20:00.