Bónusvinningur í Þorlákshöfn

img_20161126_164255Þrír skiptu með sér bónuspottinum í Lottóinu í kvöld og var einn miðanna keyptur í Kjarval í Þorlákshöfn. Vinningshafarnir þrír skiptu með sér 186.240 kr.

Í aðalvinning skiptu tveir með sér 22.605.040 kr. en um fimmfaldan pott var að ræða. Þeir miðar voru þó ekki keyptir í Þorlákshöfn.