Hrönn ráðin framkvæmdastjóri Hekluskóga

Hrönn Guðmundsdóttir á Læk í Ölfusi hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hekluskóga og mun hún taka við starfinu af Hreini Óskarssyni. Þetta kom fram á fundi framkvæmdaráðs Skóg­ræktarinnar á föstudag.

Starfshlutfall Hrannar verður 30% en hún starfar áfram sem framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda í 70% stöðu.

Á fundinum var rætt um vinnu við fjárhagsáætlanagerð hjá Skóg­rækt­inni, vinnu að landsáætlun í skógrækt sem er að hefjast og fleiri mál.

Á fund­inum ræddi framkvæmdaráðið líka mögu­lega skógrækt á uppgræddum svæðum í Þingeyjar­sýslum sem Land­græðslan vill efna til samstarfs við Skóg­ræktina um og sömuleiðis um Þorláksskóga á Hafnarsandi í Ölfusi sem eru í undirbúningi. Fundir eru ráðgerðir á næstunni um bæði þessi efni með Land­græðslunni og fleirum.