Jón Guðni í hópi Íslands sem mætir Kínverjum í dag

Jón Guðni Fjóluson er í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt fjögurra liða æfingamóti í Kína næstu daga.

Fyrsti leikur Íslands er í dag gegn Kínverjum og er uppselt á leikinn en völlurinn tekur um 60 þúsund manns í sæti.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst hann kl. 12:00 í dag.