Leikfélag Ölfuss sýnir Listina að lifa

Leikfélag Ölfuss æfir nú um þessar mundir gamanleikritið „Listin að lifa“ eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Í leikritinu er fylgst með ævi þeirra Didda, Duddu og Dúu frá því þau eru kornabörn og allt þar til þau eru komin á elliheimili og samböndum þeirra gerð skil á fyndinn og skemmtilegan hátt.

Leikstjóri sýningarinnar er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og er þetta í þriðja skipti sem hann vinnur með Leikfélagi Ölfuss. Stefnt er að frumsýningu í endaðan febrúar í Ráðhúsi Ölfuss.

Farið á Facebook, lækið síðuna okkar og fylgist með framhaldinu!

Leikfélag Ölfuss