Söfnun fyrir Anton Frey Gunnarsson

Í byrjun janúar lenti Anton Freyr Gunnarsson, 16 ára drengur hér í Þorlákshöfn, í alvarlegu flugeldaslysi.

Hann og fjölskylda eyddu fyrri hluta mánaðarins á spítala í Reykjavík. Nú er Anton Freyr kominn heim og hefur náð ágætis bata miðað við aðstæður en þó er langt í land.

Hann hlaut alvarleg brunasár á höndum og andliti og skaddaðist illa á augum. Framundan er langt og strangt bataferli hjá Antoni Frey, endurhæfing, læknisferðir og einhverjar aðgerðir. Ljóst er að af þessu mun hljótast töluverður kostnaður fyrir foreldra hans.

Til að sýna stuðning og samhug í verki viljum við stofna til söfnunar fyrir Anton Frey og fjölskyldu. Hægt er að leggja frjáls framlög inn á bankareikning Antons hjá Landsbankanum í Þorlákshöfn.

Reikningur nr. 0150-15-380083, kt. 211200-2270.

Ólína Þorleifsdóttir, Garðar Geirfinnsson og Ingvar Jónsson