Digiqole ad

Ægismenn skoruðu þrjú mörk í sterkum sigri

 Ægismenn skoruðu þrjú mörk í sterkum sigri

Ægismenn unnu góðan sigur á 2. deildar-liði Sindra í Lengjubikarnum í gær, 3-2, en leikurinn fór fram á Selfossvelli.

Gunnar Bent Helgason kom Ægismönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 2. mínútu leiksins. Sindri  skoraði síðan tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu 1-2 í hálfleik.

Ægismenn komu beittir inn í seinni hálfleikinn og jafnaði Pálmi Þór Ásbergsson metin á 63. mínútu leiksins.  Gunnar Orri Guðmundsson skoraði sigurmark Ægis á 81. mínútu og lokastaðan eins og fyrr segir 3-2 Ægi í vil.

Ægismenn sitja í 3. sæti með sex stig í sínum riðli þegar ein umferð er eftir en það dugar ekki til að komast í úrslitakeppnina.