Aprílhapp-dráttur í beinni!

Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur undanfarna daga verið að selja happdrættismiða undir yfirskriftinni Apríl-happ! Á morgun, 1. apríl, er komið að stóru stundinni, þ.e. sjálfum útdrættinum. Það er bingódrottningin ástsæla, Amma Dídí, sem mun draga í beinni á facebook gegnum síðuna sína (Amma Dídí) og hefst útsending kl. 12:30.

Það er öruggt að Amma Dídí verður í stuði og ekki spurning að alla vegana 23 til viðbótar verða aprílhapp(ý) að drætti loknum. Og það verður ekkert aprílgabb þegar haft verður samband við þá.

Og fyrir hverju er safnað?
Lúðrasveitin þakkar frábærar viðtökur á happdrættinu en allir 400 miðarnir seldust. Sveitin þakkar einnig öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinninga. Happdrættið er liður í fjármögnun vorverkefnis sveitarinnar en þar munu lög eftir hinn ástsæla tónlistarmann Magnús Þór Sigmundsson vera í aðalhlutverki. LÞ hefur látið útsetja fyrir sig 12 perlur eftir Magnús. Má þar nefna Íslands er land þitt, Eru álfar kannski menn, Ást, Dag sem dimma nátt, Þú átt mig ein o.s.frv. Lúðrasveitin hefur hefur fengið til liðs við sig söngvarann Stefán Jakobsson úr Dimmu og er alveg óhætt að lofa mörgum gæsahúðarmómentum í vor. Þrennir tónleikar verða haldnir: Þorlákshöfn 18. maí, Hveragerði 19. maí og Reykajvík 21. maí.

Ágústa Ragnarsdóttir, formaður LÞ