„Hamingjan er hér“ greinilega að skila árangri

Sveitarfélagið Ölfus fór af stað með kynningarátakið Hamingjan er hér í mars og er greinilegt að það sé að skila árangri.

Sjö umsóknir um lóðir til afgreiðslu voru teknar fyrir á síðasta fundi Skipulags-, byggingar-, og umhverfisnefndar Ölfuss ásamt því að unnið er að grenndarkynningu á fjölbýlishúsum í Sambyggð.

Þá rjúka út íbúðir sem eru til sölu í Þorlákshöfn og eins og staðan er í dag þegar þessi frétt er skrifuð eru einungis 6 íbúðir til sölu á fasteignavef Vísis en auk þeirra eru 2 óbyggðar íbúðir til sölu.