Leikmannakynningar Ægis: Þorkell, Atli og Pálmi

Fótboltasumarið er ný hafið hjá Ægismönnum en þeir eru komnir áfram í bikarnum eftir sigur um helgina og nú styttist óðum í fyrsta leik í 3. deildinni.

Hafnarfréttir verða með leikmannakynningar á leikmönnum Ægis fyrir deildarkeppninna sem hefst 12. maí þar sem þeir verða spurðir spjörunum úr. Stefnt verður að því að kynna þrjá leikmenn í einu og gefur hér að líta fyrstu þrjá og að sjálfsögðu er byrjað á fyrirliða liðsins.

Þorkell Þráinsson

Þorkell Þráinsson er næst leikjahæsti leikmaður núverandi hóps Ægis og einungis 22 ára að aldri með 116 leiki fyrir félagið. Þorkell hefur skorað í þessum 116 leikjum 10 mörk en það gerir hann einnig að næst markahæsta núverandi leikmanni félagsins. Þorkell er fyrirliði liðsins og spilar sem varnarmaður.

Gælunafn: Keli

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 1. maí 2011 samkvæmt KSÍ

Uppáhalds matsölustaður: Krua thai

Hvernig bíl áttu: Hyundai gets/getz er ekki viss hvort það er

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Workaholics

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pálmi Ásbergs gerði ekkert annað enn að grenja áður enn hann kom í Ægi

Bestur í reit: Sveinki (Sveinbjörn Jón Ásgrímsson)

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ingva rafn

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hoody

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Samfélagsfræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Yrði gaman að sjá Ingvar Jóns, Sæla Jóns eða jafnvel Bjarna Má Valdimars með comeback

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er bindindismaður!

Atli Rafn Guðbjartsson

Atli Rafn er 18 ára miðjumaður sem hefur leikið 11 leiki fyrir Ægi. Atli á enn eftir að skora fyrir félagið en mörkin verða sennilega ófá í framtíðinni. Atli er að koma til baka eftir löng og erfið meiðsli og er frábært að sjá þennan spræka miðjumann aftur í Ægisbúningnum.

Gælunafn: Rattlesnake

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Byrjun árs 2015 minnir mig

Uppáhalds matsölustaður: Roadhouse

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki hugmynd

Bestur í reit: Þorkell Þráinsson

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Will Daniels

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Óli Red

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Aron Taktur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get borðað endalaust

Pálmi Þór Ásbergsson

Pálmi er bakvörður/kantmaður sem hefur leikið 46 leiki fyrir meistaraflokk Ægis. Pálmi á enn eftir að skora í keppnisleik. Pálmi kom til félagsins aftur fyrir tímabilið í ár eftir að hafa verið hjá Árborg síðustu 3 ár.

Gælunafn: Pulli

Aldur: 23

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Held að það var 2014

Uppáhalds matsölustaður: Rikki Chan

Hvernig bíl áttu: Toyota Auris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ingþór Björgvins eða Ölli í Hamri

Bestur í reit: Ragnar Olsen

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðmundur Friðriksson

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Pétur Smári

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Lífeðlisfræði

Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Það myndi vera MB 10 „Matthías Björnsson“ eða Kónginn Ársæl Jónsson

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er fáranlega góður í steinn, skæri, blað.