Stelpurnar í minnibolta Þórs fengu silfur í Íslandsmóti KKÍ

Mynd: Kkd. Þórs

Um helgina lönduðu stelpurnar í minnibolta Þórs silfri í Íslandsmóti KKÍ en í vetur hafa þær unnið 22 leiki og einungis tapað þremur sem er virkilega frábær árangur.

Stelpuflokkar Körfuknattleiksdeildar Þórs hafa komið virkilega sterkir inn á seinustu árum enda hafa þær fengið góða þjálfun. Þessi uppbygging og góði árangur er liður í því að efla starfsemi deildarinnar og er stefnan sett á að vera með meistaraflokk kvenna eftir þrjú til fjögur ár.

Óskum við stelpunum sem og Körfuknattleiksdeild Þór innilega til hamingju með árangurinn.