Ægismenn unnu fyrsta leik sinn í bikarnum þegar liðið fékk Ými í heimsókn til Þorlákshafnar í dag. Lokatölur urðu 3-2 þar sem úrslitin réðust í framlengingu.

Ægir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik eftir gott mark frá Hoody. Ýmismenn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og skoruðu tvö mörk og útlitið ekki bjart fyrir Ægismenn. Undir lok venjulegs leiktíma var Hoody aftur að verki og jafnaði metin 2-2 og kom Ægismönnum í framlengingu.

Ægir var talsvert betri aðilinn í framlengingunni og það var fyrirliðinn Þorkell Þráinsson sem skoraði úrslitamarkið með flottum skalla og lokatölur því 3-2 eins og fyrr segir.