Ný móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka

Til stendur að reisa nýja móttöku- og flokkunarstöð við Vesturbakka og leggja af ruslahaugana við Hafnarskeið en um þessar mundir er skipulagslýsingin í kynningu og verður hún það til 22. júní nk.

Bæjarstjórn hefur í þó nokkurn tíma verið að leita að hentugri lóð fyrir þessa starfsemi og hafa ýmsar staðsetningar verið ræddar. Í lok árs 2015 var til að mynda rætt um að staðsetja móttöku- og flokkunarstöðina á gatnamótum Selvogsbrautar og Unubakka. Mikil andstaða var við þá hugmynd en skv. óformlegri netkönnun Hafnarfrétta voru 88% ósammála því að staðsetja slíka starfsemi á því svæði.

Svæðið sem um ræðir má sjá á mynd hér til hliðar, teikningu af svæðinu má nálgast hér: Gámasvæði skýringarmynd.