Fimm Þórsarar í landsliðsverkum yngri landsliða í sumar

Þór Þorlákshöfn á fimm fulltrúa sem tengjast yngri landsliðum Íslands í körfubolta sem keppa á Norðurlandamóti og Evrópumótum í sumar.

Dagrún Inga Jónsdóttir var valin í U16 ára liðið og Sigrún Elfa Ágústsdóttir í U18 ára liðið. Bæði lið eru að keppa á NM í Kisakallio í Finnlandi í þessari viku en mótið hefst í dag. Sigrún keppir einnig á EM B-deild í Dublin á Írlandi í júlí og Dagrún á EM B-deild í Skopje í Makedóníu í ágúst.

Halldór Garðar Hermannsson er í U20 ára landsliðinu og er liðið að fara í krefjandi verkefni á EM í júlí en þeir unnu sig upp í A-deild á síðasta ári.

Baldur Þór Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson eru einnig að vinna með landsliðunum. Baldur Þór er aðstoðarþjálfari U16 ára og U20 ára drengja og Einar Árni er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og í þjálfarateymi U20 ára landsliðs drengja.

Hafnarfréttir óska þeim öllum góðs gengis í verkefnum sumarsins.