Harmonikkuball, sápubolti og kósístund í sundlauginni

Dagskrá Hafnardaga heldur áfram og í dag, fimmtudag, verður ýmislegt um að vera í Þorlákshöfn fyrir unga sem aldna.

Hér að neðan er dagskrá dagsins.

17:00-19:00 – Sundlaugarpartý fyrir 10-13 ára (árg. ‘04-´07).
17:00 – Sýningaropnun í Galleríinu undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss. Byggðasafnssýning um Selvoginn
18:00 – Grill á Níunni (Egilsbraut 9). Allir velkomnir með sinn mat til að skella á grillið. Takið klappstóla með.
20:00-23:00 – Harmonikkuball á Níunni (Egilsbraut 9).
20:00-22:00 – Dagskrá fyrir ungmenni við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Sápurennibraut (ekkert aldurstakmark), sápufótbolti (fyrir 16 ára og eldri).
22:00-23:00 – Kósístund í sundlauginni í Þorlákshöfn. Kertaljós og notaleg lifandi tónlist með hljómsveitinni Rökkvu