Allt á fullu í listasmiðjunni – myndasafn

Listasmiðja Hafnardaga hófst kl. 18:30 í dag, miðvikudaginn 9. ágúst og eins og sjá má var mikið um að vera og margir listamenn mættir á svæðið þegar ljósmyndari Hafnarfrétta mætti á svæðið.

Listasmiðjan er á planinu við hlið Meitilsins og er öll fjölskyldan velkomin að búa til skreytingar fyrir heimili, götur, hverfi og hátíðarsvæði. Málning í hverfislitum á staðnum.

Einnig verður unnin veggjalist á austurvegg verslana- og þjónustuklasans við Selvegsbraut 41.