Áttan mætir í sundlaugarpartý og listasmiðja við Meitilinn

Formleg dagskrá Hafnardaga 2017 hefst í dag, miðvikudag, með tveimur skemmtilegum dagskrárliðum.

18:30 – Listasmiðja á plani við hlið Meitilsins. Öll fjölskyldan velkomin að búa til skreytingar fyrir heimili, götur, hverfi og hátíðarsvæði. Málning í hverfislitum á staðnum. Endilega komið með eigin pensla og eitthvað til að mála á! Að auki verður unnin veggjalist á austurvegg verslana- og þjónustuklasans við Selvegsbraut 41.

22:00-00:00 – Sundlaugarpartý fyrir 14-17 ára (árg. ‘00-’03). Áttan mætir á svæðið og heldur uppi stuðinu.