Digiqole ad

Sjáðu dagskrá föstudagsins

 Sjáðu dagskrá föstudagsins

Mikið verður um að vera á Hafnardögum í dag, föstudag. Veðurspáin lofar góðu fyrir helgina en aðal dagskrá dagsins fer fram í skrúðgarðinum kl. 21 í kvöld.

Dagskrá dagsins má sjá hér að neðan.

12:30-17:30 – Bæjarbókasafn Ölfuss. Byggðasafnssýning um Selvoginn
17:00-19:00 – Bubblubolti á fótboltavellinum.
20:30 – Skrúðganga úr hverfum sem endar í skrúðgarðinum. Lúðrasveit Þorlákshafnar fer fyrir göngunni. Sjá litaskiptingu hverfa og skúðgönguleið á korti í Bæjarlífi og á Facebook.
21:00-23:00 – Dagskrá í skrúðgarði: Setning Hafnardaga, verðlaun fyrir fallegustu og frumlegustu skreytinguna á heimahúsum, listaverðlaun Ölfuss, Jón Jónsson, varðeldur og brekkusöngur með Hlyni Ben. Kynnir er Amma Dídí. Kiwanismenn bjóða upp á humarsúpu. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu.
23:30 – Lúðrasveitt partý í Versölum, ráðhúsi Þorlákshafnar. Jarl Sigurgeirsson syngur og spilar fyrir gesti og þeir fyrir hann og með honum. Aðgangseyrir 1.500 kr.