GÞ hélt sæti sínu í 4. deild á Íslandsmóti Golfklúbba

Íslandsmót Golfklúbba var haldið í Þorlákshöfn um helgina og var Golfklúbbur Þorlákshafnar með lið á mótinu.

Átta lið tóku þátt í mótinu og enduðu strákarnir í 6. sæti og þar með hélt GÞ sæti sínu í 4. deild að ári.

Golfklúbbur Þorlákshafnar var með sitt sterkasta lið að undanskildum Guðmundi Karli Guðmundssyni sem gaf ekki kost á sér vegna anna í fótboltanum. Í liði GÞ voru Ingvar Jónsson, Svanur Jónsson, Hólmar V Gunnarsson, Óskar Gíslason og Óskar Logi Sigurðsson.