Þórsarar í æfingaferð á Spáni: Tap gegn heimamönnum í fyrsta leik

Meistaraflokkur Þórs í körfubolta er nú staddur úti á Spáni, nánar tiltekið í L’Hospitalet í Barcelona, í æfingaferð fyrir átökin í Domino’s deildinni sem er handan við hornið.

Liðið spilar tvo æfingaleiki í ferðinni og í gærkvöldi spiluðu Þórsarar við BC L’Hospitalet en svo fór að Þór tapaði 75-61.

Facebook síða Þórs greinir frá: „Okkar menn byrjuðu betur og leiddu framan af fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 19-19. Í öðrum leikhluta gekk okkar mönnum illa að skora og staðan í hálfleik 41-27. Síðari hálfleikurinn var mun betri af hálfu okkar manna og munurinn var um tíma 6 stig í fjórða leikhluta en heimamenn áttu lokaorðið.“

Hittni Þórsara hefur oft verið betri en liðið hitti úr 10 af 38 þristum eða rúm 26 prósent nýting.

Tölfræði gærkvöldsins:
Jesse Pellot-Rosa:
23 stig, 5 fráköst á 28 mín
Óli Ragnar: 3 stoðsendingar á 13 mín
Emil Karel: 12 stig á 25 mín
Halldór Garðar: 7 stig, 5 fráköst, 3 stoð á 27 mín
Magnús Breki: 2 fráköst, 1 stoð á 14 mín
Snorri: 4 stig, 2 fráköst, 1 varið á 22 mín
Ólafur Helgi: 4 stig, 5 fráköst á 22 mín
Davíð Arnar: 8 stig á 18 mín
Adam Eiður: 2 fráköst, 1 stoð á 14 mín
Þorsteinn Már: 3 stig, 3 fráköst, 2 stolnir á 17 mín

Liðið æfir tvisvar í dag og svo aftur í fyrramálið áður en þeir leika síðari leikinn annað kvöld gegn Bàsquet Martorell, klukkan 20:30 að staðartíma.