Kynningarkvöld fyrir íbúa Ölfuss

Félagasamtök Ölfuss munu koma og kynna starfssemi sína fyrir nýjum og gömlum íbúum miðvikudaginn 27. september.

Þarna verður hægt að kynna sér allt frá Vélhjóladeild Þórs yfir í Tóna og Trix.

Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér alla þá faglegu og góðu starfssemi sem í boði er í Sveitarfélaginu Ölfus.

Fundurinn verður haldinn í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss og hefst hann klukkan 20.00.