Vel heppnað kynningarkvöld félagasamtaka

Góð mæting var á kynningarkvöld félagasamtaka í Ölfusi sem fór fram í gærkvöldi í Ráðhúsi Ölfuss.

Fjöldinn allur af félögum voru með kynningarbása og ánægjulegt var að sjá hversu margir íbúar nýttu sér þetta tækifæri til að kynna sér allt það sem er í boði í sveitarfélaginu.