Digiqole ad

Jólaskókassinn kominn í sölu – Panta þarf fyrir 10. desember

 Jólaskókassinn kominn í sölu – Panta þarf fyrir 10. desember

Kiwanisklúbburinn Ölver í Þorlákshöfn býður til sölu hinn vinsæla „Jóla-skó-kassa“. Jólaskókassinn inniheldur þrettán fjölbreytta smápakka/poka sem innihalda meðal annars sælgæti og smáhluti sem henta vel sem skógjöf fyrir alla jólasveinana.

Ef þú/þið hafið áhuga á að leggja góðu málefni lið og auðvelda skógjafirnar í leiðinni þá fyllið þið út póstupplýsingarnar á heimasíðu Jólaskókassans fyrir 10. desember með því að smella hér. Þar tilgreinið þið hversu mörg börn eru á heimilinu (eða hversu marga kassa óskað er eftir), kyn og aldur. Jólaskókassinn verður afhentur 11. desember.

Hver kassi kostar aðeins kr. 6.000 kr. en innihald kassans er vel yfir söluverði. Systkinaafsláttur: 2 kassar 11.000 kr. og 3 kassar 15.000 kr.