Eitt lítið jólakvöld

Jólatónleikarnir „Eitt lítið jólakvöld“ verða haldnir í Þorlákskirkju þriðjudaginn 12. desember nk.

Tónleikarnir eru haldnir í því skyni að sameina íbúa Þorlákshafnar eina notalega kvöldstund og láta gott af okkur leiða því allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Allir sem koma fram á tónleikunum eru frá Þorlákshöfn en listamennirnir eru: Anna Margrét Káradóttir, Arna Dögg Sturludóttir, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Daníel E. Arnarsson, Elísabet Ásta Bjarkadóttir, Jón Óskar Guðlaugsson, Róbert Dan Bergmundsson, Rúnar Gunnarsson og Stefán Þorleifsson

Miðaverð er 2.000 kr. og fer miðasala fram við innganginn. Athugið að enginn posi verður á staðnum.