#Þorlákshöfn frá sólarupprás til sólseturs #Thorlakshofn od wschodu do zachodu słońca

Í gær, fimmtudag, opnaði Dorota Kowalska ljósmyndasýningu í Galleríinu undir stiganum á bókasafninu í Þorlákshöfn.

Það er athyglisvert að sjá landið okkar með augum aðfluttra, ekki síst okkar eigin heimahaga en það er einmitt það sem boðið er upp á á þessari ljósmyndasýningu.

Dorota Kowalska er frá Gdansk í Póllandi en hefur verið búsett í Þorlákshöfn í um 12 ár. Hún hefur mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og má sjá nokkrar mynda hennar á þessari sýningu. Myndirnar eru allar teknar í og við Þorlákshöfn og eru þær nánast allar teknar á Samsung Galaxy 8 síma. Myndirnar voru upphaflega birtar á Instagram síðu Dorotu.

Sýningin stendur fram yfir mánaðarmót.