Ungmennaþing Ölfuss

Miðvikudaginn 16. maí verður ungmennaþing Ölfuss haldið í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss fyrir 15 – 25 ára Ölfusinga.

Þingið byrjar kl. 20:00 með því að þinggestum verður skipt í umræðuhópa eftir málefnum þar sem unnið verður að spurningum fyrir frambjóðendur stjórnmálaflokkanna tveggja. Að því loknu gefst tækifæri til að ræða við frambjóðendur og spurja þá um málefni unga fólksins í sveitarfélaginu.

Húsið opnar kl. 19:45 og boðið verður upp á pizzur.

Ungmennaráð Ölfuss