Vel heppnað Minningarmót um Gunnar Jón

Hið árlega Minningarmót um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 19. ágúst síðastliðinn. Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja einstaklinga í námi og íþróttum.

Mjög góð þáttaka var í mótið og komust færri að en vildu. 76 kylfingar tóku þátt og skemmtu sé vel í frábæru veðri á flottum golfvellinum. Í mótslok var grillað og veitt verðlaun ásamt því að dregnir voru fjöldi vinninga úr skorkortum.

Sigurvegarar mótsins voru þeir Hjörtur Leví Pétursson og Willy Blumenstein Valdimarsson, en þeir spiluðu völlinn á 58 höggum nettó.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:

  1. XC-90 (Hjörtur Leví Pétursson og Willy Blumenstein Valdimarsson) – 58 högg nettó
  2. Haugarnir (Egill Orri Hólmsteinsson og Þórleifur Karl Karlsson) – 61 högg nettó
  3. Liverpool fans (Guðjón Öfjörð Einarsson og Aron Emil Gunnarsson) – 62 högg nettó
  • Lengsta teighögg á 17. braut: Willy Blumenstein Valdimarsson
  • Næst holu á 2. braut: Willy Blumenstein Valdimarsson (1.56m)
  • Næst holu á 5. braut: Svanur Jónsson (0.60m)
  • Næst holu á 8. braut: Elfar Þór Bragason (2.57m)
  • Næst holu á 11. braut: Hallvarður Óskarsson (2.81m)
  • Næst holu á 14. braut: Ingvaldur Ingvaldsson (4.22m)

Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þáttakenda og þakka kærlega fyrir stuðninginn við mótið.