Digiqole ad

Auður Magnea og Elísabet sigruðu söngvakeppni Svítunnar

 Auður Magnea og Elísabet sigruðu söngvakeppni Svítunnar

Auður Magnea Sigurðardóttir og Elísabet Bjarney Davíðsdóttir sigruðu söngvakeppni Félagsmiðstöðvarinnar Svítunnar sem haldin var fyrr í kvöld.

Sungu þær lagið Engillinn minn sem er frumsamið lag eftir Elísabetu og spilaði Auður Magnea undir á ukulele.

Munu þær taka þátt í USSS fyrir hönd Svítunnar en það er undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi.

Við hjá Hafnarfréttum óskum Auði og Elísabetu innilega til hamingju.