Allir íbúar fá vinakveðju frá nemendum grunnskólans

Í dag komu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn saman og bjuggu til vinakveðjur til allra íbúa í Þorlákshöfn en dagurinn í dag er tileinkaður baráttunni gegn einelti.

Tvær bekkjardeildir komu saman, svokallaðir vinabekkir og föndruðu falleg kort sem síðan voru borin út á heimilin í bænum.

„Þetta var skemmtileg stund þar sem yngri og eldri nemendur komu saman og unnu sameiginlega að kortunum. Nemendur fóru síðan saman og báru út í húsin í bænum,“ segir heimasíðu Grunnskólans í Þorlákshöfn.

Frábært framtak hjá grunnskólanum á þessum mikilvæga degi gegn einelti.