Þórsarar fá ÍR í heimsókn í kvöld

Það verður hörku leikur í Icelandic Glacial höllinni í kvöld þegar Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í Domino’s deildinni í körfubolta.

Þórsarar hafa unnið einn leik og ÍR hefur unnið tvo eftir fjórar umferðir. Ef Þórsarar sigra í kvöld þá fer liðið uppfyrir ÍR í 7.-8. sæti deildarinnar.

Nú er eina vitið að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 19:15.