Opinn fundur um Þorláksskóga – kynninga og hugmyndavinnufundur

Hver er ávinningur íbúa Þorlákshafnar og Ölfus af Þorláksskógum?
Kynninga- og hugmyndavinnufundur í Þorlákshöfn

Fimmtudaginn 28. febrúar kl 19:30 í Hafnarbergi 1 (Versalir)

Bætt aðstaða til útivistar og ferðaþjónustu? Betra veður innan bæjarins? Minna sandfok? Aukin tækifæri til verðmætasköpunar? Leið til kolefnisjöfnunar fyrirtækja í sveitarfélaginu? Á að gera ráð fyrir nýjum göngu/hjóla- og eða reiðleiðum innan svæðisins? Verður hægt að rækta jólatré Ölfusbúa í göngufæri frá bænum? 
Mun verkefnið hafa áhrif á vatnsbúskap svæðisins? Hvaða tegundir á að gróðursetja?

Verkefnisstjórn Þorláksskóga kallar eftir þínum hugmyndum um uppbyggingu Þorláksskóga og boðar til opins fundar um verkefnið.

Vonumst til að sjá sem flesta í Hafnarbergi 1, kl 19:30 þann 28/02 nk.

Innan Þorláksskóga er stefnt að endurheimt birkiskóga og ræktun blandskóga á Hafnarsandi (>4500 ha) í nágrenni Þorlákshafnar. Verkefnið hefur fjölbreytt markmið, svo sem að vernda byggðina gegn sandfoki, auka nýtingarmöguleika svæðisins og auka bindingu kolefnis í vistkerfum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Þorláksskógum er líka ætlað að styðja við atvinnuþróun og eflingu byggðar á svæðinu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt áhuga á að leggja þessu verkefni fjárhagslegan stuðning og vinna þannig að sameiginlegu markmiði okkar um bætt vistkerfi og betra loftslag.

Þorláksskógar er sameiginlegt verkefni sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hefur öflugan stuðning frá öllum hlutaðeigandi til skipulags, undirbúnings og framkvæmda næstu árin.