Þórsarar unnu sterkan útisigur á Skallagrím í gærkvöldi þegar Domino’s deildinn fór aftur í gang eftir langt frí.

Einsskonar haustbragur var á báðum liðum í fyrsta leikhluta og greinilegt að þetta langa frí hafði einhver áhrif. Jafnræði var með liðinum allan fyrri hálfleikinn.

Vörn Þórsara small saman í síðari hálfleik og opinn skot fóru að detta sem vildu ekki niður í fyrri hálfleik. Nokkuð öruggur sigur Þórsara því niðurstaðan 74-89.