Svekkjandi tap í fyrsta leik

Nick Tomsick var frábær í liði Þórs í kvöld með 39 stig. Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þórsarar töpuðu rétt í þessu fyrsta leiknum gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta. Lokatölur urðu 112-105 eftir æsispennandi leik.

Þórsarar voru gífurlega flottir í fyrsta leikhluta en heimamenn voru mun beittari í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 2 stig fyrir hálfleikinn. Staðan 53-55 Þórsurum í vil í hálfleik.

Varnarleikur liðanna beggja var ekki upp á marga fiska í síðari hálfleik og skiptust liðin á forystunni allt þar til um miðjan loka fjórðunginn en þá voru Tindastólsmenn sterkari og unnu að lokum sigur eftir mikinn baráttuleik.

Nú er bara fyrir Þórsara að jafna metinn á mánudaginn þegar Tindastóll mætir í heimsókn til Þorlákshafnar klukkan 19:15. Stuðningurinn úr stúkunni skiptir öllu máli!