Opnun myndlistarsýningar

Bjarni Heiðar Joensen sýnir undir stiganum

Í gær, fimmtudaginn 4. apríl opnaði ný sýning undir stiganum á bókasafninu og að þessu sinni eru það málverk eftir Þorlákshafnarbúann Bjarna Heiðar Joensen.

Bjarni fæddist árið 1953 og ólst upp á Eskifirði. Hann er af dönskum og færeyskum ættum og bjó um tíma í Danmörku. Bjarni bjó í áraraðir í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni en árið 1973 urðu þau flóttafólk tímabundið, vegna Heimaeyjar-gossins en það fór allt á betri veg fyrir rest. Bjarni hefur verið búsettur í Þorlákshöfn í fjölmörg ár og sett upp margar sýningar. Hann hefur víða haldið einkasýningar og einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. í Færeyjum.

Á undanförnum árum hefur Bjarni ferðast með myndir sínar um landið og sýnt þær í húsnæði fyrirtækja og stofnanna. Fyrir nokkrum árum síðan vann verk Bjarna „Horft yfir Mjóeyri“, myndlistarsamkeppni sem Safnastofnun og menningarnefnd Fjarðarbyggðar og Sparisjóður Norðfjarðar efndu til. Sparisjóðurinn veitti verðlaun til kaupa á verkinu og fékk rétt til að nota það.

Gestir við opnun sýningarinnar

Árið 2011 valdi Menningarnefnd Ölfuss nokkur málverk Bjarna sem framlag Sveitarfélagsins Ölfuss til samsýningar á vinabæjarmóti í Kauhavan í Finnlandi.

Um sölusýningu er að ræða og því hægt að festa kaup á einhverju af þeim glæsilegu verkum sem eru undir stiganum næstu vikur.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Joensen í síma 893 3513 eða 862 3513.