Undarúrslitin hefjast í kvöld!

Fyrsti leikur Þórs og KR í undanúrslitum Dominosdeildar karla hefst í DHL-höllinni kl. 19:15 í kvöld.

Búast má við troðfullri DHL-höll og því tilvalið að mæta tímanlega en miðasala opnar kl. 18:00.

Góður stuðningur úr stúkunni skiptir miklu máli í kvöld og hvetjum við því Ölfusinga og Sunnlendinga alla til að hópast í bíla og hvetja Þórsara áfram til sigurs í kvöld.