Leikfélag Ölfuss kynnir nýtt leikverk úr heimabyggð

Leikfélag Ölfuss hvetur alla bæjarbúa og nærsveitunga að kíkja við í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss, mánudagskvöldið 11. nóvember kl. 20:00, til að kynna sér það leikverk sem verður sett upp í vetur.

Leikstjóri er engin önnur en Árný Leifsdóttir. Þeir sem þekkja eitthvað til leikfélagsins ættu að þekkja hana en Árný hefur verið starfandi í leikfélaginu frá upphafi og hefur hún gengt hinum ýmsu störfum innan félagsins sem og á sviðinu.

En nú fáum við í fyrsta sinn að njóta hennar stórfenglegu leikstjórnarhæfileika!

Vertu með og leiktu við okkur í vetur.

Leikfélag Ölfuss