Kæru bæjarbúar

Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum vegna Kórónaveirunnar. Samkomubann tekur gildi eftir helgi og takmörkun á skólastarfi hefur verið gefið út. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur lokað tímabundið og enn á eftir að finna út hvernig grunn- og leikskóli verður starfræktur. Starfsdagur fer fram á báðum stöðum á mánudag. Ýmis afþreyingarefni sem og stórar samkomur hefur verið aflýst og margir í sóttkví. Við finnum þetta eins og öll þjóðin. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum landlæknis í hvívetna. Óhóflegar ráðstafanir ýta undir kvíða.

Gerðu það sem þér þykir ánægjulegt

Rannsóknir hafa sýnt að einbeiting á það að gera eitthvað sem okkur þykir ánægjulegt, gerir það að verkum að okkur líður betur. Það er líka eitt af fyrstu verkefnum í meðferð við þunglyndi. Mandlan okkar er lítil en hún er öflug. Þegar kvíðinn tekur völdin fer hún á fullt. Við verðum því að sleppa tökunum svo að við náum að koma hugsunum okkar yfir í Drekann. Í honum geymum við minningar og langtímahugsanir. Þegar við erum alltaf að fylgjast með fréttum og erum að uppfæra síður á fullu nær mandlan ekki að jafna sig og kvíðinn heldur áfram. Heilinn okkar leitar nefnilega uppi mögulegar hættur og heldur að hætta steðji að, í þeim aðstæður. Þótt að engin hætta sé yfirvofandi. Þarna byrjar ef til vill öryggishegðun og þú leitar huggunar á því að reyna að sanna það með vissu hvort þú hefur stjórn á öllu eða ekki. Stundum höfum við ekki stjórnina en þá þurfum við að treysta þeim sem eru sérfræðingar á sínu sviði til að veita okkur þær upplýsingar. Vegna þessa er mikilvægt að láta ekki gabbast með að taka mark á kommentakerfum, þar sem mögulega er eitthvað sem tekið er úr samhengi við það sem er raunverulega raunin. Það vekur upp óþarfa kvíða og hræðslu.

Kvíði byrjar þegar þú telur að þér sé ógnað. Þegar óvissa kemur inní það mengi, hjálpar það alls ekki til. Við vitum hvað það er sem ógnar. Óvissan aftur á móti verður aldrei eytt. Með því að sleppa tökunum æfir þú þig í að þola óvissuna. Gerðu það sem þú getur. Spurðu þig, hvað það er sem þú ert að gera núna?. Síðan máttu alltaf endurskoða það eftir nýjustu upplýsingum frá aðilum sem eru til þess að gera það.

Áhyggjur eru í stuttu máli sagt neikvæðar hugsanir um framtíðina. Hvort eitthvað slæmt muni gerast hjá þér eða öðrum. Líkamleg einkenni geta fylgt þeim, þótt þú kannski áttir þig ekki að þær stafi vegna áhyggna. Óþol á óvissu er einnig tengd því sem kallaður er áhyggjuvandi. Talandi um möndluna. Að hafa áhyggjur, eða þegar þú ert í öryggishegðun sendir þú heilanum þau skilaboð að aðstæður þínar eru óviðráðanlegar og jafnframt varasamar og tilefni sé til í að verjast. Þú nærð því ekki að gefa möndlunni rými til að stöðvast, senda hugsanir yfir í Drekann. Þegar allt er á botninn hvolft er heilinn okkar til þess gerður að leysa vandamál og við aðlögumst nýjum aðstæður betur en allar aðrar dýrategundir. Með því að leyfa heilanum það leyfum við honum að hafa trú á eigin getu. Fái kvíðinn að ná yfirhöndinni takmörkum við þessa trú og heilinn fer í var.

Haltu þínu striki

Hugaðu að hreyfingu, næringu og svefni sem og félagslífi. Það er nauðsynlegt. Þegar samkomubann hefur tekið gildi, hugum að þeim viðkvæmustu. Hringjum í ömmu og afa í stað þess að heimsækja þau. Það er gott að ræða málin, annað en um COVID19. Notum samfélagsmiðla, myndspjall, Skype og fleira til að hafa samskipti, þannig að við einangrum okkur ekki.

Sinntu þínum áhugamálum eða gerðu eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að gera, sem krefst ekki of mikils. Skráðu þig á netnámskeið, púslaðu, skrifaðu, lestu eða horfðu á eitthvað sem þú hefur ekki haft tíma til að horfa á. Passaðu þig að gera það á réttum forsendum. Hvernig finn ég það? jú, spurðu þig að því hvort þú sért að gera hlutina af því þig langar til að gera þá eða ertu bara að gera þá til að forðast eitthvað og til að létta á kvíða. Athugaðu, ef þig langar að sökkva þér ofan í eitthvað eða afla þér fróðleiks á einhverju ákveðnu, ekki gera það um COVID19, frekar um eitthvað annað.

Ef þú finnur að þessi ráð sem og önnur sem sérfræðingar, sem veittu mér innblástur við skrif þessarar greinar hafa lagt til, hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Ekki örvænta. Boðið er uppá fjarviðtöl í gegnum fjarfundarbúnað. Einfaldast er að senda viðkomandi stofu eða sálfræðingi tölvupóst og þá er sendur á þig hlekkur.

Nú sem aldrei fyrr verðum við að standa saman, en bærinn okkar er samheldin og í þvílíka erfiðleikum sem að okkur stafar nú, er ég ekki í vafa um að við komust í gegnum það. Þetta er tímabil, það skulum við muna. Treystum þeim sem sitja í framlínunni og förum eftir þeim, sinnum okkar hlutum á meðan að þeir sinna þeirra.

Hákon Svavarsson
Umsjónarmaður Kvíðacastsins og Þorlákshafnarbúi