Allir eru hér fyrir alla, það er það sem er svo fallegt

Hákon Svavarsson er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Hákon hefur fjallað opinskátt um kvíða og þunglyndi og er hann að fara af stað með nýjan podcast þátt sem heitir Kvíðacastið. Hákon flutti til Þorlákshafnar fyrir 12 árum en hefur verið með annan fótinn hér allt sitt líf.

Fullt nafn:
Hákon Svavarsson

Aldur:
24 ár

Fjölskylduhagir:
Einhleypur, en fæ að hafa samband við fyrrum stjúpdóttur. Hún er þriggja ára.

Starf:
Ég ber út póstinn, og er í skóla að læra Fjölmiðlafræði. Svo er ég sjálfur að dunda mér við ýmislegt.

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Tólf ár, en hef verið hér með annan fótinn allt mitt líf.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Góður hamborgari hefur aldrei klikkað.

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Ég les nú mest Arnald Indriðasson, það er frekar erfitt að gera upp á milli.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Notting Hill

Hvað hlustar þú mest á?
Popp

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Reykjabrautin.

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Góðir vinir.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Fyrir utan foreldra mína náttúrulega er það Hulda vinkona.

Hvaða lag fær þig til að dansa?
Eye of the Tiger.

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Þótt ég hafi ekki orðið faðir sjálfur ennþá, þá er tilfinnining að koma inní líf barna sem samþykkja mann sem fyrirmynd og félaga eitthvað sem jú komu nokkrum tárum af stað. Ég viðurkenni það. Það er dýrmætt og á ég jú við þau stjúpbörn sem ég fengið að taka þátt í að leiða í gegnum tíðina.

Hvað elskar þú við Ölfus?
Samheldnin í þorpinu okkar. Allir eru hér fyrir alla, það er það sem er svo fallegt.

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Þarf ekki meira húsnæði, en það er á góðri leið.

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Þegar ég flutti til Þorlákshafnar 🙂

Hvert dreymir þig um að fara?
Mig hefur alltaf langað til Ástralíu

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Vertu góður við náungann, þú veist aldrei hvað hann er að ganga í gegnum.

Hvað er framundan hjá þér?
Ég er að fara klára að setja saman handrit fyrir podcast (Kvíðacastið) og svo er lítil sjálfshálparbók sem er fléttuð skáldskap með sögum sem mætti segja að séu einskonar reynslusögur í startholunum. Annars bara skóli og vinna.

Eitthvað að lokum?
Don’t worry about being someone else’s definition of enough. You already are – Sophia Bush.