Verkfall Eflingar hefst á hádegi: Stefna á að hafa leikskólann opinn út vikuna

Verfall félagsmanna Eflingar í Ölfusi hefst að nýju á hádegi í dag en samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara hafa ekkert gengið undanfarið.

Stefnt verður þó að því að Leikskólinn Bergheimar verði opinn út þessa viku að því gefnu að ekkert óvænt komi uppá að sögn Dagnýjar Erlendsdóttur leikskólastjóra. Ef ekki verður búið að semja um helgina mun leikskólinn loka á mánudaginn.

Verkfallsboðunin var samþykkt með rúmlega 90 prósent atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni.