Digiqole ad

Auður Helga fimleikakona ársins á Selfossi

 Auður Helga fimleikakona ársins á Selfossi

Auður Helga Halldórsdóttir var valin fimleikakona ársins hjá Selfossi í gær á lokahófi félagsins en Auður hefur æft með liði Selfoss frá unga aldri.

Eftirfarandi er umsögnin sem hún fékk fyrir afhendinguna: „Auður hefur verið lykilmanneskja í sínu liði frá því að hún steig fyrst á keppnisgólfið. Hún er hógvær, metnaðarfull og samviskusöm. Hún hefur allt sem þarf til að komast alla leið í íþróttinni. Hún er eitt hæfileikabúnt og er góð í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er í úrvalshópi unglinga og stefnir á Evrópumótið í apríl 2021.“

Hafnarfréttir óska Auði Helgu innilega til hamingju.