Guðrún Anna verðlaunuð fyrir handrit að stuttmynd

Guðrún Anna Jónsdóttir, 12 ára Þorlákshafnarstelpa, fékk viðurkenningu fyrir handrit að stuttmynd sem hún skrifaði á verðlaunahátíð barnanna, Sögur, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og var sýnt í beinni útsendingu á RÚV.

Guðrún Anna sendi inn handrit í keppnina síðastliðið haust og var hennar handrit eitt af sex handritum sem valin voru til framleiðslu en stuttmyndin sem hún skrifaði heitir „Kötturinn sem talaði“.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Guðrúnu Önnu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og fékk hún að sjálfsögðu eina mynd af sér með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Stuttmyndin er aðgengileg inn á vef KrakkaRÚV og má horfa á hana með því að smella hér.

Hafnarfréttir óska Guðrúnu Önnu til hamingju með árangurinn og skemmtilega stuttmynd!