Mistral í Þorlákshöfn í fyrsta sinn

Mistral, nýjasta skip Smyril Line, lagðist að bryggju í Þorlákshöfn í fyrsta sinn upp úr klukkan tvö í dag.

Skipið er það stærsta sem komið hefur til þjónustu í Þorlakshöfn en það er 153 metra langt og 21 metra breitt.

Mistral mun leysa Akranes af í siglingum milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku.