Þórsarar semja við Adomas Drungilas

Þórsarar hafa gert tveggja ára samning við Adomas Drungilas og mun hann því leika næstu tvö tímabil með Þórsurum í Dominos deildinni í körfubolta.

Adomas er 29 ára, 203 sentímetra framherji frá Litháen. Hann hefur spilað víða um Evrópu sem atvinnumaður nú síðast í Eistlandi.

Þórsarar binda vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í kringum körfuna og vera leiðtogi innan liðsins þar sem hann býr yfir töluverðri reynslu úr atvinnumennsku.