Sterkur útisigur Ægismanna

Ægismenn gerðu góða ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi þegar þeir unnu sterkan sigur á heimamönnum í Vængjum Júpíters í 3. deildinni í knattspyrnu.

Eina mark leiksins skoraði leikmaður Vængja Júpíters í eigið mark á 71. mínútu leiksins. Eftir leikinn sitja Ægismenn í 7. sæti með 13 stig og hafa núna unnið tvo leiki í röð.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur á föstudaginn gegn KFG og með sigri í þeim leik geta Ægismenn farið upp í 4. sæti deildarinnar.