Digiqole ad

Íbúar Þorlákshafnar haldi sig inni

 Íbúar Þorlákshafnar haldi sig inni

Fyrsta mynd af gosinu. Tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Mynd: Veðurstofan

Íbúar í Þorlákshöfn hafa verið beðnir um að halda sig innandyra vegna eldgossins sem er hafið í Geldginadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesi.

Vindáttin er þannig að gas frá gosinu getur borist til bæjarins. Þá eru íbúar jafnframt beðnir um að loka öllum gluggum og hækka í ofnum.