Digiqole ad

Þorlákshafnar Þórsarar komnir yfir í einvíginu

 Þorlákshafnar Þórsarar komnir yfir í einvíginu

Þórsarar komust yfir í einvígi sínu gegn Þór frá Akureyri í kvöld eftir 109-104 sigur í fjörugum leik í Þorlákshöfn.

Þórsarar hittu niður átján þriggja stiga körfur í leiknum sem var spennandi fram á síðustu mínútu. Larry Thomas skoraði 29 stig í leiknum og gaf tíu stoðsendingar. Callum Lawson og Styrmir Snær Þrastarson skoruðu 25 stig hvor.

Davíð Arnar Ágústsson skoraði 10, Emil Karel Einarsson 9, Halldór Garðar Hermannsson 6 stig og 11 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 3 og Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2 stig.

Staðan í einvíginu er því 2-1 og Þórsarar frá Þorlákshöfn geta með sigri á Akureyri á miðvikudag tryggt sér farseðilinn í undanúrslit. Annars þurfa liðin að spila oddaleik í Þorlákshöfn.