Akureyringar jafna einvígið

Þórsarar mættu Þór frá Akureyri á Akureyri í kvöld í öðrum leik einvígisins. Svo fór að leikurinn tapaðist með tíu stiga mun, 79-69.

Þrír leikmenn Þórs Þorlákshafnar voru atkvæðamestir hvað stigasöfnun varðar, Callum Reese Lawson með 21 stig og Styrmir Snær Þrastarson og Larry Thomas með 20 stig hvor.

Staðan er því jöfn 1-1, en næsti leikur fer fram á heimavelli okkar í Icelandic Glacial höllinni á sunnudag, 23. maí kl. 19:15. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin.

Leikurinn í tölum:
Callum Reese Lawson 21/13 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 20/9 fráköst, Larry Thomas 20/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 11, Davíð Arnar Ágústsson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Ragnar Örn Bragason 2.