Digiqole ad

Bílskúrssala og pop up gallerý

 Bílskúrssala og pop up gallerý

Sjómannadagurinn í ár verður sérlega hátíðlegur, í tilefni 70 ára afmælis Þorlákshafnar. Í allt sumar verða viðburður í tilefni afmælsins. Dagskrá sjómannadagshelgarinnar verður birt á næstu dögum og Hafnarfréttir mun verða með puttann á púlsinum.

Eitt af því sem verður í boði þá helgi er að skrá sig í að halda bílskúrssölu og/eða pop up gallerý. Hvort sem fólk vill taka til í bílskúrnum sínum eða selja frá sér sínar listrænu afurðir.

Áhugasamir skulu skrá sig , eigi síður en 26. maí, sem er miðvikudagurinn eftir viku. Ef einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Ásu Berglindi með því að senda fyrirspurn á netfangið asaberglind@gmail.com

Hægt að skrá sig hér.